136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[00:52]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta viðskn. (Birgir Ármannsson) (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Forseti hefur upplýst að 11. og 12. dagskrármál, annars vegar um endurskipulagningu þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja og hins vegar um heimild til samninga um álver í Helguvík, verði ekki tekin á dagskrá í kvöld en hæstv. forseti hefur ekki útskýrt af hverju þessi mál eru ekki tekin fyrir í kvöld.

Ég verð að segja að ég tel að þessi tvö mál séu virkilega þess virði að ræða þau. Ég styð annað en ekki hitt. Ég held hins vegar að það sé nauðsynlegt að það komi fram af hverju þessi mál eru tekin út og hvaða sjónarmið búa þar að baki, hvort það eru einhver geðþóttasjónarmið eða einhver málefnaleg sjónarmið á bak við það að þau eru tekin út en önnur ekki. Ég bið forseta að upplýsa um þann þátt.

Um leið vil ég minna forseta á að hér hefur verið allmikið um næturfundi og forseti þarf aðeins að velta því fyrir sér (Forseti hringir.) hvaða svip hann ætlar að hafa á þingstörfum næstu sólarhringa, (Forseti hringir.) því að miðað við þetta (Forseti hringir.) er ekki útlit fyrir að þessu ljúki (Forseti hringir.) fyrir hádegi á morgun að minnsta kosti.