136. löggjafarþing — 133. fundur,  16. apr. 2009.

mál til umræðu og lok þingstarfa.

[11:03]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Það hefur legið í loftinu að við færum að ljúka þingstörfum. Þannig stendur á að það á að kjósa eftir rétt rúma viku í alþingiskosningum þannig að umboði okkar lýkur tiltölulega fljótlega. Það væri mjög áhugavert að fá að vita hjá hæstv. forseta hvernig hann hugsar sér að haga þinghaldi í dag, hvaða mál verða til umræðu og hvort við megum búast við því að hæstv. forseti ætli að reyna að beita sér fyrir því að þingstörfum ljúki eða hvort við eigum t.d. von á því að ræða heimild til samninga um álver í Helguvík einhvern tíma í dag. Verður það e.t.v. eins og hefur verið undanfarna daga þegar hæstv. forseti hefur ekki treyst sér til að láta ræða um það mál? Ég hef ákveðnar grunsemdir um að það sé vegna þess að það er ekki alveg samstaða í ríkisstjórnarflokkunum um það mál, (Forseti hringir.) en hæstv. forseti hefur kannski aðrar skýringar á því af hverju það mál má ekki koma til umræðu.

(Forseti (EMS): Umræðum um fundarstjórn forseta er lokið.)

(ArnbS: Ætlar forseti ekki að svara?)