136. löggjafarþing — 133. fundur,  16. apr. 2009.

listamannalaun.

406. mál
[11:07]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um að auka skuldir ríkissjóðs því að listamannalaunin verða ekki greidd með tekjum ríkissjóðs umfram gjöld, heldur eingöngu með skuldum ríkissjóðs. Það á að auka skuldir ríkissjóðs til að greiða þessi listamannalaun og ég er eindregið á móti því að á sama tíma og verið er að skerða þjónustu í heilbrigðisgeiranum, menntageiranum og alls staðar og þarf að ganga enn frekar í þá átt greiðum við aukin listamannalaun með því að auka skuldir ríkissjóðs. Nægar eru þær fyrir. Verkefni dagsins er að minnka skuldir ríkissjóðs en ekki auka þær. (Gripið fram í.) Þó að þetta sé ekki stór pakki er þetta smáviðbót sem ég er eindregið á móti. (Gripið fram í.)