136. löggjafarþing — 133. fundur,  16. apr. 2009.

viðvera ráðherra.

[11:25]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þessar upplýsingar. En ég fer fram á það við hæstv. forseta að hann geri hlé á fundum þar til hæstv. heilbrigðisráðherra getur verið í salnum. Ég tel að það sé afar mikilvægt og fullkomin nauðsyn á því að hæstv. heilbrigðisráðherra sé til staðar þegar þessi umræða fer fram. Nú vil ég inna hæstv. forseta eftir því hvort hann muni ekki gera hlé á fundum þar til hæstv. heilbrigðisráðherra getur látið svo lítið að vera til staðar í þingsalnum þegar við ræðum þetta stóra mál sem er mikið skipulagsbreytingamál í heilbrigðisþjónustunni.