136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

svar við fyrirspurn.

[11:19]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Já, það var reyndar eins og mig grunaði, ég veit að fjármálaráðherra, sjávarútvegsráðherra og landbúnaðarráðherra í einni persónu hefur mikið að gera á þessum fyrir vora þjóð svo alvarlegu tímum. Mig grunar að þarna hafi sjávarútvegsráðuneytið verið á sjálfstýringu og svarað eins og þess er vandi. Ég er sum sé ekki sáttur við þau svör að ráðuneytið hafi ekki upplýsingar um hvalafurðir sem það sannanlega hefur úr undirstofnunum sínum, þar á meðal Hafrannsóknastofnun, um fiskafurðir og á að hafa og á þá ef um það er spurt að fá þær fram og færa sönnur á þær upplýsingar eins og hægt er frá þeim fyrirtækjum eða aðilum sem um er að ræða.

Ég þakka hins vegar ágæt viðbrögð hins trausta fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og vænti stuðnings hans í því að grafast enn frekar fyrir um þessi efni á næstunni.