136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[14:58]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég geri í sjálfu sér enga athugasemd við þá ósk hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar að kannað verði hvort formaður Sjálfstæðisflokksins geti verið við umræðuna. Á sama tíma og af sama tilefni vil ég leita eftir því hvort hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra geti verið viðstaddir umræðuna því vel getur verið að þeir ræðumenn Sjálfstæðisflokksins sem eiga eftir að tala geti átt erindi við þessa hæstv. ráðherra sem hafa ekki verið óskaplega miklir þátttakendur í þessari umræðu.