136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[15:01]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Fyrst menn eru farnir að biðja um að einstaka flutningsmenn málsins komi til þingfundar vil ég geta þess að ég gat þess í hljóði við forseta áðan hvort ég gæti ekki fengið hv. þm. Siv Friðleifsdóttur til fundarins en hún skrifar undir framhaldsnefndarálit meiri hlutans og leggur til að málið verði rætt áfram óbreytt.

Þessi sami þingmaður hefur lagt til í fjölmiðlum að 4. gr. falli niður. Nú vil ég spyrja frú forseta: Hvað á maður að halda? Ég hef rætt þetta vandamál aftur og aftur, það vandamál að Framsóknarflokkurinn segist hafa fallið frá 4. gr. en samt sem áður leggur hann til seinna, eftir það, að frumvarpið verði rætt áfram óbreytt.

Á ég sem sagt að halda áfram að ræða um þennan tvískinnung, þessa rökleysu sem felst í því að tvö þing eigi að fjalla um breytingar á stjórnarskránni og bera þær undir þjóðina á sama tíma? Er búið að fella niður 4. gr.? Ég bara spyr.