136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[15:06]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Forseti vill upplýsa að þeim skilaboðum hefur verið komið til bæði ráðherra og þingmanna sem óskað hefur verið eftir og þess getið að óskað væri eftir að væru hér í þingsal við þessa umræðu. Við fáum síðan fréttir af því hvort úr því getur orðið.

Forseti vill einnig upplýsa, eins og þingmenn eiga að vita, að lagt var upp með dagskrá þingsins á þá leið að umræðu um alla dagskrárliði lyki um klukkan 17 í dag.

Forseti takmarkar ekki málfrelsi þingmanna. Það eru engin tímamörk sett hér á ræður þingmanna nema fullt samkomulag sé á milli þingflokka um ræðutíma og tímalengd ræðna.