136. löggjafarþing — 135. fundur,  17. apr. 2009.

kveðjur.

[20:45]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. forseta hlýjar og góðar óskir í garð okkar þingmanna og fjölskyldna okkar. Í nafni okkar þingmanna þakka ég forseta fyrir það samstarf sem við áttum á þessum erfiða og óvenjulega þingvetri. Ég óska hæstv. forseta og fjölskyldu hans góðs og gjöfuls sumars og alls hins besta í bráð og lengd.

Enn fremur færi ég skrifstofustjóra Alþingis og starfsliði öllu alúðarþakkir okkar alþingismanna fyrir mikla lipurð og aðstoð við okkur þingmenn í oft mjög erfiðum aðstæðum. Sérstök ástæða er til að minnast þess og þakka starfsfólki fyrir það æðruleysi sem það sýndi við ótrúlegar aðstæður sem sköpuðust í þinginu við atburðina sem áttu sér stað við Alþingi í janúarmánuði.

Ég þakka einnig þeim fjölmörgu þingmönnum sem nú láta af þingmennsku fyrir gott samstarf og óska þeim alls hins besta á nýjum vettvangi.

Kosningabaráttunni hefur að þessu sinni verið gefinn óvenjustuttur tími. Ég vil því láta í ljós þá ósk og von að kosningabaráttan fram undan verði drengileg og þjóðinni til heilla. Ég bið hv. alþingismenn að taka undir þessi orð mín og óskir með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]