137. löggjafarþing — 3. fundur,  19. maí 2009.

landbúnaðarháskólarnir.

[13:45]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Ég treysti núverandi menntamálaráðherra til að fara með ábyrgðina á þeim skólum sem hv. þingmaður nefndi. Ég tel reyndar að við þær aðstæður sem nú eru eigi að fara mjög varlega í eitthvert stjórnsýslulegt rót á stofnunum ríkisins og þar á meðal skólanna. Það er sjálfsagt að vera sífellt með það í skoðun hvernig megi efla stöðu þeirra og styrkja starf þeirra. En eitthvert ómarkvisst rót í þeim efnum eins og var gert í tíð fyrrverandi menntamálaráðherra, hv. þm. Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, varðandi stofnanirnar — ég mun ekki beita mér fyrir því. Við skulum reyna að róa stöðuna og standa sem best saman um verkefnið.