137. löggjafarþing — 3. fundur,  19. maí 2009.

jöklabréf.

[13:50]
Horfa

Þór Saari (Bhr):

Frú forseti. Ég þakka svarið. Það var kannski rýrara en ég vænti en þetta er hluti af stærra máli því að vitað er m.a. að stór hluti bréfa Íbúðalánasjóðs er skráður í eigu erlendra fjárfesta sem og stór hluti skuldabréfa íslenska ríkisins. Það er talsvert mikilvægt að það verði upplýst um þetta nákvæmlega sem hluta af því uppgjöri sem þarf að fara fram varðandi fjármálahrunið, hverjir raunverulegir eigendur þessara fjármuna eru og hvaða stöðu þeir hafa tekið gegn íslensku efnahagskerfi í gegnum árin.