137. löggjafarþing — 3. fundur,  19. maí 2009.

endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja.

1. mál
[15:35]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir andsvarið. Einmitt þess vegna held ég að það sé mikilvægt að við missum ekki umræðu um þetta mál, sem varðar brýna hagsmuni þjóðarinnar, og hugsanlega lykilfyrirtæki í landinu, þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki, í gamaldags skotgrafir um ríkisvæðingu, pólitísk afskipti o.s.frv. Við ættum frekar að leitast við að kynna okkur þá reynslu sem aðrir hafa af þessu og meta þá þekkingu sem við höfum hér í þinginu.

Ég er býsna ánægður með það sem nýr formaður efnahags- og skattanefndar að ég held að ég hafi ekki fengið færri en fjóra hagfræðinga í nefndina. Við ættum því að hafa nokkuð af sérfræðiálitinu og það mun eflaust auðvelda okkur starfið þó að ég sé ekki viss um að það muni stytta fundina.