137. löggjafarþing — 3. fundur,  19. maí 2009.

endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja.

1. mál
[16:18]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel nú einmitt að það hafi verið megininntak ræðu minnar að við ættum ekki að draga þetta inn í flokkspólitísk viðhorf. Ég bað um að svona lagafrumvarp væri rætt óháð skoðunum fólks á einstaka hæstv. ráðherrum eða einstaka flokkum. Ef frumvarpið er sett þannig fram að við eigum algjörlega að treysta því að það sem þarna hangir á spýtunni verði skilgreint rétt eða að allt verði gagnsætt án þess að það sé á nokkurn hátt skilgreint hvað gagnsæi er — ef við eigum að samþykkja frumvarpið svona algjörlega opið býður það heim spillingu.

Við verðum að hugsa um hvað gerist ef frumvarpið mundi lenda í höndunum á einhverjum sem við viljum ekki að það lendi í höndunum á. Við verðum að hugsa um þá spurningu og ef við gerum það held ég að okkur sé öllum ljóst að þetta frumvarp þarf að bæta verulegra.