137. löggjafarþing — 4. fundur,  20. maí 2009.

mál á dagskrá.

[14:03]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Ég geri einnig athugasemdir við dagskrá fundar á Alþingi. Mér finnst í hæsta máta óeðlilegt að þau mál sem eru lögð fram hérna, eignarhald, kynjahlutföll og starfandi stjórnarformenn, og svo EES-reglur þegar við erum að horfa upp á, hálfu ári síðar, enn á ný að ekkert er verið að gera fyrir íslensk heimili og íslenskan almenning.

Manni hefði kannski dottið í hug að hæstv. viðskiptaráðherra hefði áhuga á að flytja mál sem varðar t.d. afnám verðtryggingar, lækkun dráttarvaxta, bann við gengistryggingu lána, einföldun á starfsumhverfi fyrirtækja og lækkun kostnaðar eða hugsanlega — það má náttúrlega láta sig dreyma — leiðréttingu skulda heimila og fyrirtækja landsins.

Nei, við ætlum að fara að tala hérna um erfðabreyttar lífverur, eiturefni og hættuleg efni og að sjálfsögðu mjög mikilvægt mál sem er meðhöndlun úrgangs. (Forseti hringir.) Þetta er sá úrgangur sem við eigum að fara að meðhöndla.