137. löggjafarþing — 5. fundur,  25. maí 2009.

Icesave-reikningarnir.

[15:08]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr):

Hæstv. forseti. Ég óska eftir að fá upplýsingar um skilmála og uppreiknaða stöðu láns sem Bretar veittu íslensku ríkisstjórninni vegna Icesave-lánsins. Hvaða skilmálar eru í lánasamningum Landsvirkjunar varðandi greiðslufall lána? Geta lánardrottnar gengið að félaginu ef til greiðslufalls kemur?

Mig langar líka að vita hvort það sé rétt að búið sé að semja um það að þjóðin beri Icesave-skuldirnar og að aðildarviðræður ESB og annar áfangi AGS-lánsins standi og falli með því hvort þjóðin axli ábyrgð á skuldum einkaaðila.