137. löggjafarþing — 5. fundur,  25. maí 2009.

lækkun stýrivaxta.

[15:22]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Það er ríkisstjórnarinnar að skapa þær forsendur sem hér eiga að vera fyrir hendi til að hægt sé að lækka vexti og stýrivexti og auðvitað vinnur ríkisstjórnin hörðum höndum að því að gera það. Ákvörðun um stýrivexti er í höndum peningastefnunefndar og Seðlabankans, það er alveg skýrt samkvæmt lögum. Við erum með áætlun með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem við vinnum eftir og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skoðanir á þessu eins og mörgu öðru að því er varðar vexti og gengið í landinu o.s.frv. En það er peningastefnunefndin sem ákveður stýrivexti. Það er alveg klárt og kvitt.