137. löggjafarþing — 5. fundur,  25. maí 2009.

hlutafélög með gegnsætt eignarhald og bann við lánveitingum og krosseignarhaldi.

5. mál
[18:29]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ef byltingin er fólgin í nefndasviði Alþingis hafa hlutirnir breyst síðan ég skoðaði þau fræði. Gott og vel, ég er eiginlega komin í þennan ræðustól til að ítreka að ég held að það sé enginn ágreiningur í þessum þingsal um að það þurfi að efla þingið. Það þarf að styrkja stöðu þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu. Við þurfum að leita til þess allra leiða, en við þurfum líka að leita leiða til að spara og hagræða í störfum þingsins og nýta okkur það sem við höfum án þess að fara í mikil aukin útgjöld. Það getur vel verið að það samrýmist ekki byltingunni en þannig er staðan í dag á Íslandi.