137. löggjafarþing — 6. fundur,  26. maí 2009.

fjármálafyrirtæki.

33. mál
[14:40]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér er alveg hulin ráðgáta hvernig skilja mátti orð mín svo að fyrst ætti að gera upp gömlu og nýju bankana áður en þetta mál væri afgreitt. Því fer fjarri og við munum leggja okkur fram um að málið fái eins skjóta og góða afgreiðslu og mögulegt er. En ég sagði í fyrri ræðu minni að þetta væri hluti af endurreisnarmálinu. Og ef formaður viðskiptanefndar vill funda um endurreisn bankanna við fyrsta mögulega tækifæri er það annaðhvort í kvöld eða á morgun, það er bara svo einfalt, og við förum fram á að það verði gert.