137. löggjafarþing — 6. fundur,  26. maí 2009.

stjórn fiskveiða.

34. mál
[15:50]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, talar hér af mikilli umhyggju um hinar smærri og veikari byggðir landsins. Ég minnist þess að í ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem mynduð var árið 2007 var ákvæði í stjórnarsáttmála sem kvað á um að stofna nefnd til að skoða afleiðingar kvótakerfisins fyrir byggðir landsins. Vegna þessarar miklu umhyggju hv. þingmanns er ágætistilefni til að spyrja hann nú: Hvað kom út úr skoðun þeirrar nefndar á afleiðingum kvótakerfisins fyrir byggðir landsins?