137. löggjafarþing — 6. fundur,  26. maí 2009.

stjórn fiskveiða.

34. mál
[15:52]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er mikill stórmennskubragur á því hjá hv. þingmanni að koma hingað upp í ræðustól og ásaka hæstv. sjávarútvegsráðherra um vandræðagang í þessu máli og að hann hafi verið lengi að vandræðast með það þegar hann gat sjálfur ekki á tæpum tveimur árum skipað nefnd til að rannsaka áhrif kvótakerfisins á þær byggðir sem hann nú skyndilega hefur fyllst mikilli umhyggju fyrir.