137. löggjafarþing — 6. fundur,  26. maí 2009.

meðhöndlun úrgangs.

4. mál
[18:04]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þar sem ég er eini fulltrúi umhverfisnefndar í þingsalnum vil ég þakka ráðherra fyrir framlögð frumvörp og vonast eftir því að þau fái góða umræðu í nefndinni.

Ég get þó ekki á mér setið og verð eiginlega að vekja athygli á þeim vinnubrögðum sem við erum farin að taka þátt í, að við séum 3–4 í þessum sal að taka á móti frumvörpunum við 1. umr. og að einungis einn fulltrúi umhverfisnefndar skuli vera í salnum þegar málin koma til kynningar.