137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[10:40]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér þykir rétt að byrja á að óska hæstv. utanríkisráðherra til hamingju með daginn. Þetta er stór dagur, málið eina komið fram, og það hlýtur að skipta miklu máli fyrir hæstv. utanríkisráðherra að vera með sterkt og mikið bakland í þessu máli.

Frú forseti. Getur frú forseti upplýst hvar ráðherrar Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs eru í dag? Og hvar er hæstv. forsætisráðherra? Er þetta ekki stjórnartillaga? Er þetta ekki stærsta málið, er þetta ekki málið sem allir eru búnir að vera að bíða eftir? (Gripið fram í.) Hver verður stuðningur ríkisstjórnarinnar í þessu máli, frú forseti? (Gripið fram í.)