137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[11:47]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna sem vakti upp fleiri spurningar en hún svaraði. Fyrsta spurning mín til þingmannsins er að honum var tíðrætt um lýðræðið, að þjóðin sjálf eigi að taka afstöðu til örlaga sinna. Við viljum spyrja þingmanninn um afstöðu hans til tvöfaldrar atkvæðagreiðslu sem mig rámar í að hann hafi einhvern tíma verið fylgjandi.

Í öðru lagi talaði þingmaðurinn mikið um að þetta væri tillaga sem væri málamiðlun milli stjórnarflokkanna en í mínum huga er þetta hrein og klár stefna Samfylkingarinnar. Þá vil ég spyrja þingmanninn hvað í þessari tillögu er málamiðlun af hálfu Vinstri grænna og þætti mér vænt um að þingmaðurinn hlustaði á spurningar mínar.

Í þriðja lagi vakti formaður Sjálfstæðisflokksins áðan máls á því hvort um það hafi verið samið milli stjórnarflokkanna að koma umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu (Forseti hringir.) fram til að það næði júnífresti. Ég heyrði ekki hvort (Forseti hringir.) þingmaðurinn svaraði þeirri spurningu og kalla eftir svari við henni.