137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:09]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Þessar skýringar hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar hljómuðu nokkuð „teknókratískt“. Ég velti því fyrir mér hvort þingmaðurinn er í réttum flokki (Gripið fram í.) því að hann er að velta því fyrir sér hvernig stjórnskipan Íslands er í þessu máli en er ekkert að spá í hvernig málið er í raun vaxið. Er það ekki þannig vaxið að það er Samfylkingin sem mundi fara í þessar viðræður eða ætlar Vinstri hreyfingin – grænt framboð líka að taka fulla ábyrgð á öllu sem fram fer í þessum viðræðum?