137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:12]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég svaraði einfaldlega spurningunni og þetta er eðlilegt svar í framhaldi af skýringum mínum áðan. Skýringarnar voru á þá leið að þessi tiltekni stjórnmálaflokkur hefði talað þannig um Evrópusambandið og í rauninni byggt alla sína pólitík og sína tilveru sem stjórnmálaflokks á því að samningar náist við Evrópusambandið. Ég veit ekki um annað dæmi um slíkt í Evrópu. Hugsanlega getur hv. þingmaður bent mér á það en ég þekki ekki annað dæmi um stjórnmálaflokk sem byggir tilvist sína og alla sína tillögugerð algjörlega á því að samningar náist við Evrópusambandið og þar af leiðandi tel ég þetta eðlilegt svar við spurningunni.