137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:14]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Jú, ég get áfram tekið undir það sem hv. þm. Björgvin G. Sigurðsson segir, rétt eins og ég tók undir það sem hann skrifaði. Það liggur við að maður fái samviskubit yfir því að hafa skotið á Samfylkinguna þegar samfylkingarmaður kemur og talar af slíkri skynsemi enda var svar mitt áðan bara skýring á því hvers vegna öðrum ríkjum hefði gengið betur að semja við Evrópusambandið.

Aðalatriðið í þessu hlýtur að vera það og hv. þm. Björgvin G. Sigurðsson hlýtur að vera sammála mér um að eðlileg röð í slíku ferli þegar menn ætla að ná sátt og samstöðu um eitthvað sé að byrja að ná sátt og samstöðu, ræða hlutina fyrst og taka ákvörðunina sem byggist síðan á umræðunum.