137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:52]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Með leyfi forseta langar mig að lesa hérna upp úr nýrri grein sem er í Bændablaðinu sem kom út í dag. Þar er vitnað í John Monks sem leiðir samtök launþega í 36 löndum með 90 milljónir félagsmanna, með leyfi forseta:

Þessi ágæti Monks „óttast þróun sem leiði til þess að ESB klofni vegna aukins atvinnu- og forustuleysis. Orsökin, sem liggur að baki því, eru mistökin sem gerð voru í stjórn efnahagsmála og reiði fólks yfir því hvernig málum er þar komið. Gjald almennings eru störf fólks, hús þess og heimili og brostnar vonir.“

Þekkjum við þetta?