137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:30]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Í þingsályktunartillögu sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks segir að það verði að ákveða með hvaða hætti viðræðum verði hrint af stað, — það liggur fyrir — hvernig þær fara fram — og það liggur fyrir líka — og loks hvernig staðið verði að staðfestingu mögulegs samnings. (Gripið fram í.)

Hér eru talsmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem meira að segja voru aðilar að þeirri ríkisstjórn sem fór með Ísland inn í styrjöld, lýsti yfir stuðningi við stríð (Gripið fram í.) í skjóli nætur, sem núna skyndilega tala um að það þurfi að vanda sérstaklega vel til verka. Það er verið að vanda sérstaklega vel til verka. Af hverju töluðu talsmenn stjórnarandstöðunnar (Gripið fram í.) ekki fyrir löngu um að það þyrfti að koma með einhverja öðruvísi þingsályktunartillögu inn í þetta? Af hverju kemur þetta í skjóli nætur? Af hverju kemur þetta svo seint? Voruð þið svona lengi að semja þetta? Var þetta læst inni í þingflokksherbergi Framsóknarflokksins?

Hér er gamaldags hjólfarapólitík (Gripið fram í: Þú ert ...) stunduð af splunkunýjum þingmönnum. Talsmaður Nýja Íslands, gerðu svo vel. (Gripið fram í.)