137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[15:04]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að sögunnar vegna sé rétt að hafa það á hreinu að það mun hafa verið 1991 sem Framsóknarflokkurinn var með þetta slagorð: (Gripið fram í.) XB, ekki ESB. (Gripið fram í.)

Þetta er stjórnartillaga flutt af utanríkisráðherra. Ríkisstjórn flytur ekki mál í þeim skilningi að hún er ekki fjölskipað stjórnvald. Þar eru ekki greidd atkvæði og hver ráðherra er ábyrgur fyrir sínum málaflokki. Í raun má segja að það séu tólf ríkisstjórnir í ríkisstjórninni (Gripið fram í.) í þessum skilningi. (Gripið fram í.) Vita menn ekki hvernig þetta er?

Ég var að svara þeirri spurningu að það er ekki von til þess að einhver hluti ráðherra ríkisstjórnar flytji stjórnartillögu því að þar með hún orðin að þingmannamáli. (Gripið fram í.) Þar með yrðu þeir að standa að flutningnum sem þingmenn en ekki sem ráðherrar, enda sjá menn að það er ekkert nafn á tillögunni, það er af því að þetta er stjórnartillaga og ráðherra viðkomandi málaflokks flytur hana. Það liggur fyrir að þingmenn og ráðherrar Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs eru bundnir af engu nema (Forseti hringir.) sannfæringu sinni í þessu máli og munu greiða atkvæði í samræmi við hana. Stefna flokksins er óbreytt.