137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[15:06]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ræða hæstv. ráðherra kom ekki á óvart, þar var engu svarað en hann fór hins vegar nokkur ár fram í tímann, fram til 1991, í röksemdafærslum sínum.

Ég skil þá ráðherra þannig að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar standi að því að þessi tillaga fari fyrir þingið. Mig langar að spyrja hann aftur: Telur hann að vinstri græn hafi ekki og séu ekki að víkja frá þeim orðum og þeirri stefnu sem þau boðuðu í kosningunum sem fjöldi fólks kaus þau út á, að þau væru andvíg aðildarviðræðum við Evrópusambandið? Telur hann að ekki sé verið að víkja frá þeirri stefnu með því að leggja fram þessa tillögu?