137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[15:43]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Í stuttu mál þá er ég ósammála hv. þingmanni um að við séum ekkert betur sett innan Evrópusambandsins en með EES-samninginn. Ég hef út af fyrir sig ekkert meira um það að segja.

Hvað varðar skýrsluna sem hv. þingmaður nefndi þá var henni dreift á fyrsta fundi utanríkismálanefndar. Það hafa verið haldnir tveir þannig að það er varla að ætla að farið sé að vinna samkvæmt henni nú. En það verður skoðað. Það er ekki mikill vafi á því.