137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[16:06]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í málflutningi stjórnarandstöðunnar í dag hefur afar lítið verið fjallað efnislega um málið sjálft, þetta eru mestmegnis vandlætingar um þingmeðferð. Hefur stjórnarandstaðan eitthvað málefnalegt fram að færa í þessum efnum? Hver eru skilaboð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks til þjóðarinnar fyrir utan málfundaræfingar og athugasemdir við fundarstjórn forseta? (Gripið fram í.) Ætlar stjórnarandstaðan að bjarga þjóðinni með sérfræðiþekkingu sinni á fundarsköpum? (Gripið fram í.)

Hver er efnisleg afstaða hv. þm. Illuga Gunnarssonar til Evrópusambandsins? Vill hann sækja um, vill hann standa fyrir utan? Er þetta einhvers konar JC-fundur sem við erum stödd á? (Gripið fram í.) Hver er kostnaðurinn við þetta? er spurt. Þetta sýnir ekki ábyrgð, þetta sýnir ekki festu. Höfum við ekki heyrt þessar ræður áður frá fulltrúum og talsmönnum Sjálfstæðisflokksins? Vitum við ekki öll hvernig það endaði?

Þess var getið sérstaklega í vikunni þegar fjallað var um skýrslu forsætisráðherra (Forseti hringir.) í þessum fundarsal að sjálfstæðismenn hefðu farið í vöfflur og rjóma. Það hefði verið nær að þeir gerðu það hér í þessari umræðu.