137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[16:08]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það tók stjórnarandstöðuna hér um það bil mánuð að komast að einhverri niðurstöðu um hvernig þeir fulltrúar hennar sem eru fylgjandi því að sækja um aðild að Evrópusambandinu geti fengið einhverja afsökun til þess að gera það ekki. Það var gert með þeirri þingsályktunartillögu sem stjórnarandstöðuflokkarnir, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, fluttu hér í morgun.