137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[16:35]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Pétur Blöndal spyr enn og aftur um ábyrgð og ég get einungis svarað því að ég eins og hann ber eingöngu ábyrgð á eigin atkvæði. Við getum auðvitað haldið uppi þeim málflutningi að reyna að sannfæra fólk um að það sé rangt að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Vonandi verðum við félagar í þeim efnum og beitum okkur þar hvort sem er á þingi eða úti í þjóðfélaginu en við höfum bara okkar atkvæði, við höfum ekki vald yfir öðrum sem betur fer. Við getum sannfært þá með málflutningi okkar en ekki með öðrum hætti.