137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[16:38]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að hvetja hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur til að lesa tillögu okkar því að í niðurlagi hennar stendur að þegar menn hafa sett sér samningsmarkmið verði það borið undir þjóðina hvort menn fari í þessar viðræður eða ekki. Ég tel það mun skynsamlegra. (Gripið fram í.)