137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[17:03]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nei, það mun auðvitað ekki leiða til þess hvorki að Íslendingum fjölgi sjálfkrafa — líklega verður bara að nota gömlu aðferðina í það — né breyta hitastigi, veðri eða einhverju öðru slíku.

Það er ósköp einfaldlega þannig að þetta snýst um pólitíska forgangsröðun og samvinnu. Auðvitað er mikill ávinningur af náinni samvinnu ríkja. (Gripið fram í: Við erum í náinni samvinnu.) Við erum í mjög náinni samvinnu um ákveðin atriði í Evrópusambandinu á innri markaði. Þessi ákvörðun, ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu snýst einmitt um það að efna til náinnar samvinnu við önnur Evrópuríki um öll hin atriðin sem Evrópusambandssamstarfið snýst um, að sitja við borðið, að vera pólitískur gerandi eins og fullvalda og sjálfstæð ríki eins og það íslenska eiga að vera. (REÁ: Strax farin að gefa eftir.)