137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[17:09]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég er ekki haldinn sömu oflætis- eða minnimáttarkennd og hv. þingmaður. Ég sé fullt af tækifærum Íslendinga í stöðunni eins og hún er núna. Það er nefnilega þannig að Ísland ólíkt öðrum löndum sem hafa lent í vandræðum hefur óvenjusterkan útflutning og hann styrkist með hverjum deginum vegna þess að við erum með krónu sem hjálpar honum. Ef við værum með evru þá mundum við lenda í nákvæmlega sömu vandamálunum og Írar og fleiri sem eru í Evrópusambandinu og eru með evru og sjá enga lausn á sínum vanda vegna þess að þeir sjá ekkert annað en gjaldþrot í staðinn fyrir að fella gengið á viðkomandi mynt. Hv. þingmaður heldur áfram að lofa og hóta og svo framvegis.

Varðandi ASÍ og SA. Þessi samtök eiga að vinna að því að berjast fyrir kjörum sinna félagsmanna en ekki (Forseti hringir.) blanda sér í pólitík. Þau eiga ekki að breyta sér í pólitíska stjórnmálaflokka.