137. löggjafarþing — 12. fundur,  29. maí 2009.

undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

54. mál
[14:14]
Horfa

Flm. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Varðandi tímasetninguna þykir mér dálítið sérstök umræðan um að þetta þurfi að gerast á meðan Svíar eru í forsæti í Evrópusambandinu. Ég er alveg sammála því að það gæti skipt máli en í þessum rökstuðningi birtist hins vegar viðhorf hæstv. utanríkisráðherra til þessarar umsóknar, að frændur okkar þurfi einhvern veginn að redda okkur þarna inn. Við séum ekki í stöðu til þess að fara í viðræður við Evrópusambandið nema við séum með einhverja kunningja okkar þarna sem geti kannski aðeins horft í gegnum fingur sér og smeygt okkur inn í sambandið.

Erum við þá ekki að fara í viðræður við Evrópusambandið sem sjálfstætt fullvalda ríki sem hefur eitthvað fram að færa, getur boðið eitthvað, hefur eitthvað sem Evrópusambandið mundi hugsanlega sækjast eftir? Ætlum við bara að láta redda okkur inn af því að við erum í vandræðum?