137. löggjafarþing — 12. fundur,  29. maí 2009.

undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

54. mál
[14:21]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að í þessu máli sannist eins og kannski í mörgum öðrum málum nú til dags að eftirspurn eftir gargandi flokkspólitík er mjög á undanhaldi í samfélaginu. Ég held að það þurfi að hafa mjög í huga í þessu máli að menn geta náð sáttum. Ég endurtek það að gargandi flokkspólitík er ekki endilega lausn allra mála hér í þessum sal. Sú pólitík er vonandi að baki sem hafnar hugmyndum allra annarra en þeirra sem teljast vera í flokki manns. (Gripið fram í.)

Gott og vel, þá skulum við líka hafa það í huga að þetta mál fari til utanríkismálanefndar og þar takist mönnum einfaldlega að ná því besta út úr báðum þessum tillögum, stjórnartillögunni og stjórnarandstöðutillögunni. Þær eru vel samrýmanlegar, eða er ekki svo, hæstv. utanríkisráðherra?