137. löggjafarþing — 12. fundur,  29. maí 2009.

undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

54. mál
[14:23]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og hv. þm. Guðmundur Steingrímsson veit var utanríkisráðherra í sínu fyrra lífi lífeðlisfræðingur, hann veit því mætavel hvað tekur við af meltingunni.

Það er hins vegar svo að þegar mál er komið til þingsins er það á forræði þingsins hvað verður gert við það. Ég hef stuðlað að því, eins og hv. þingmaður veit og ég hef greint frá, að þessi tillaga verði afgreidd hér í dag og hún verði tekin til utanríkismálanefndar og þar verði fjallað um hana samhliða — ég ætla ekki að gefa skipanir um það, það er utanríkismálanefnd sem ræður því, en mér finnst ekki óeðlilegt að um þessar tillögur verði fjallað saman og reynt verði að vefa saman þá sameiginlegu þætti sem eru mjög miklir í þessum tveimur tillögum.

Ég er sem sagt þeirrar skoðunar að á grundvelli þessara tillagna tveggja eigi að vera hægt að framfylgja ályktun þess góða flokks sem hv. þingmaður tilheyrir í dag a.m.k., þ.e. að sækja um aðild á grundvelli skilyrða og ég hef sagt (Forseti hringir.) að þau skilyrði styð ég nánast öll þannig að við erum a.m.k. vinir í dag, ég og hv. þingmaður.