137. löggjafarþing — 12. fundur,  29. maí 2009.

undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

54. mál
[15:17]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr) (andsvar):

Forseti. Alveg örugglega. Við eigum eftir að fara betur yfir þetta saman, en mér finnst mjög mikilvægt að við skoðum alla fleti og mér finnst, eins og ég hef sagt áður, mjög margt í þessari tillögu sem kom frá ykkur verulega gott og gagnlegt fyrir vinnu okkar í utanríkismálanefnd.

Ég vona að við finnum flöt á því að samþætta þessar tvær tillögur. Eins og ég sagði áðan fannst mér það frekar rýrt sem kom frá hæstv. utanríkisráðherra og endalaust hægt að tvinna við það. Það sem mér finnst mjög mikilvægt er að það er ekki alveg ljóst hvernig þjóðaratkvæðagreiðslur eiga að fara fram og hvort það sé hægt og ég mundi mjög gjarnan vilja fá upplýsingar um hvort það sé rétt að hugsanlega sé það á skjön við stjórnarskrá að hægt sé að kjósa um það.