137. löggjafarþing — 12. fundur,  29. maí 2009.

undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

54. mál
[15:42]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Björgvini G. Sigurðssyni svar hans. Mig langar að spyrja hann að öðru. Telur hann að ef samræming næst í utanríkismálanefnd um þessar tvær tillögur og vegvísi þann sem þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggja til og þá tillögu til Alþingis ef að því kemur að farið verði í aðildarviðræður við Evrópusambandið, að þau markmið og þær leiðir sem utanríkismálanefnd kemst að í samvinnu við hagsmunaaðila verði þá fært í hendur svokallaðrar fagnefndar sem tillaga stjórnarflokkanna gerir ráð fyrir og þannig farið í viðræður við Evrópusambandið?