137. löggjafarþing — 12. fundur,  29. maí 2009.

undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

54. mál
[15:56]
Horfa

Flm. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Taktíkin felst í því að tala stöðugt um að tillagan snúist um hvort farið skuli í aðildarviðræður við Evrópusambandið eða ekki. En látum þetta nægja, umræðuna um það. Ég þarf hins vegar að ítreka spurninguna og reyndar náði ég ekki alveg — ég verð að viðurkenna það, ég var spurður spurninga í hliðarsal þannig að ég náði ekki alveg því sem hv. þingmaður sagði um það. Hélt hann því fram að ég segði að sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu? (Gripið fram í.) Erum við aftur farin að greina stefnu Framsóknarflokksins? Gott og vel. Ég ætla að ítreka spurninguna: Er eitthvað sé því til fyrirstöðu, ef menn geta fallist á að nokkurn veginn svona eigi vinnan að vera, að Alþingi einfaldlega staðfesti það með því að samþykkja þessa þingsályktunartillögu? (Gripið fram í: Hver er stefna Framsóknarflokksins?)