137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

afskriftir af höfuðstóli lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja.

49. mál
[15:02]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef við gefum okkur að við tökum afskriftirnar einfaldlega út úr pakkanum þá horfum við upp á það að nýju bankarnir þurfa að taka ákvörðun um hvort þeir ætli að senda innheimtu á þessi 30 þúsund heimili. Það er nokkuð stór pakki. Það er alveg rétt að það nægir ekki fyrir alla og þá þarf að fara í sértækar aðgerðir. En ætlum við að fara með þetta góða fólk í gjaldþrot? Um það snýst málið og þeirri spurningu hefur hæstv. félagsmálaráðherra ekki svarað og ég óska eftir skýru svari. Og annað: Hefur verið reiknað út hvað það kostar? Því er alltaf haldið fram að þetta sé kostnaður sem muni falla á ríkið. Þetta er þegar tapaður peningur. Það er alveg öruggt mál að bankarnir geta ekki litið á þessi útistandandi lán sem 100% eign. Það er bara bókhaldssvindl ef menn ætla að (Forseti hringir.) ganga út frá því að það sé 100% eign.