137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

afskriftir af höfuðstóli lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja.

49. mál
[15:05]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Forseti. Lykillinn að þessu virðist hafa farið algjörlega fram hjá hæstv. félagsmálaráðherra. Lykillinn að þessu er sá að með því að lækka skuldir þvert yfir línuna náum við að fækka gjaldþrotum og fleiri geta staðið í skilum, það er lykillinn að þessu.

Það er eitt sem er merkilegt. Því er haldið fram að búið sé að þróa og koma á framfæri góðum pakka sem komi til móts við alla eða þorra fólks, eins og hérna var talað um. Þetta hljómar svolítið merkilega í eyrum mínum vegna þess að ég er þeirrar trúar að þegar það stendur upp úr hverjum einasta manni í þjóðfélaginu að ekkert sé að gert og hér sé Róm að brenna, þá hef ég trú á því að það sé ekki nóg að gert. Það getur ekki verið að allt þetta fólk sé bara svona vitlaust, að það viti bara ekkert af þessu.