137. löggjafarþing — 14. fundur,  4. júní 2009.

afskriftir af höfuðstóli lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja.

49. mál
[15:59]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Í umræðunni er ef til vill mikilvægt að gera greinarmun á greiðslubyrði, greiðslugetu og greiðsluvilja. Ég held að svona hár höfuðstóll, eins og mörg heimili horfast í augu við eftir forsendubrestinn á lánamarkaði, hafi minnkað greiðsluviljann og það er ekki síður alvarlegt mál en að greiðslugetan minnki vegna þess að við þurfum hvata í hagkerfið og fólk þarf að sjá ljós við endann á göngunum og fólk þarf að upplifa þá von í brjósti að það muni einhvern tíma eignast eignina sem það er að borga af. Til að örva þá von í brjósti Íslendinga boðum við þessa aðgerð.

Mig langar að spyrja hæstv. fjármálaráðherra: Ef afskriftir lánasafns gömlu bankanna yfir í nýju verða t.d. 50% og að því gefnu að útreikningar sýni að flöt afskrift á lánasafni húsnæðiseigenda á Íslandi muni leiða til þess að fleiri geti borgað, er hann þá reiðubúinn (Forseti hringir.) að gefnum öllum sanngirnisrökum líka að íhuga þessa leið, sem lendir ekki á ríkissjóði?