137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

för utanríkisráðherra til Möltu.

[10:50]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég beindi þessari spurningu til forsætisráðherra þar sem hún er nú höfuð ríkisstjórnarinnar og ber ábyrgð á henni. Það er mjög mikilvægt að fá að vita hvort að þarna fór sendinefnd eða ekki. Mér finnst í rauninni mjög óeðlilegt ef forsætisráðherra veit ekki af því þegar ef utanríkisráðherra fer í opinberar ferðir til að ræða svo stórt mál sem aðild að Evrópusambandinu er. Mér finnst það mjög sérkennilegt ef forsætisráðherra veit það ekki.

Og enn þá sérkennilegra er það ef fjármálaráðherra sem er samstarfsaðili í ríkisstjórn veit heldur ekki af því, eins og mér skildist um daginn, að hann hafi ekki haft hugmynd um að þessi ferð væri á vegum ríkisins. Telur forsætisráðherra að það hafi verið opinber sendinefnd sem þarna fór eða ekki?