137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

staðan í Icesave-deilunni.

[13:48]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Það sem okkur var kynnt í morgun í trúnaði lítur út fyrir að verða ein stærsta fjármálalega skuldbinding sem Íslendingar hafa nokkru sinni undirgengist. Við megum ekki ræða það sem við þó vitum en það sem er alvarlegast er að með því að við erum bundin trúnaði er verið að gefa í skyn að við skiljum og vitum forsendur þessa samnings sem við gerum alls ekki. Búið er að kynna fyrir okkur eitthvert smælki og það hefur ekki verið gert er óhætt að segja á trúverðugan hátt.

Við verðum að fá að vita meira um hvað felst í þessum samningi, á hvaða forsendum hann byggir, vegna þess að þarna er verið að setja á okkur gríðarlega mikla framtíðarskuldbindingu og um það hversu há sú skuldbinding er ríkir gríðarlega mikil óvissa.