137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

staðan í Icesave-deilunni.

[14:12]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Frú forseti. Nú hefur það verið upplýst hér í þingsal að það mál sem er til umræðu verði rætt (Gripið fram í.) og eru það ekki fullnægjandi upplýsingar í bili?

Mig langar til að geta þess vegna þess að mér finnst undirliggjandi í málflutningi þeirra tveggja stjórnmálaflokka sem stjórnuðu í landinu frá 1995–2007 sú tilfinning þeirra að í landinu hafi verið framið einhvers konar valdarán vegna þess að þeir séu ekki við stjórn. (Gripið fram í.) Það er alls ekki svo. Er það svo að þegar Sjálfstæðisflokkurinn er ekki við stjórn er bara eins og framið hafi verið valdarán í landinu (Gripið fram í.) og enginn sé þess umkominn (Gripið fram í: … málefnalegur …) nema sá flokkur að stýra málum? Að enginn sé þess umkominn að stýra málum nema Sjálfstæðisflokkurinn sem sýnir það í þessari (Forseti hringir.) umræðu að hann hefur ekkert lært og hefur ekki snefil af sómatilfinningu? (Gripið fram í.)