137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

staðan í Icesave-deilunni.

[14:18]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Frú forseti. Loks birtist hæstv. fjármálaráðherra í salnum, hæstv. fjármálaráðherra sem sagði Alþingi fyrir tveimur dögum ósatt og að segja þingi ósatt fellur undir ráðherraábyrgð þannig að ég held að hæstv. ráðherra ætti að skoða stöðu sína.

Þetta snýst um fullveldisafsal þjóðarinnar, hvorki meira né minna. Hér er ríkisstjórnin að afhenda fullveldi þjóðarinnar til erlendra aðila, skuggaríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að afsala fullveldi þjóðarinnar. Við skulum átta okkur á því hvað þetta er alvarlegt mál. Þingið á ekki að fá að koma að málunum fyrr en allt er frágengið.

Búum við í lýðræðisríki eða búum við í bananalýðveldi? Ég er mjög hugsi yfir því hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð, hvernig komið er fyrir lýðveldinu okkar ef þetta verða vinnubrögðin áfram. Fullveldið er að fara úr greipum okkar, skuggaríkisstjórn (Forseti hringir.) Alþjóðagjaldeyrissjóðsins starfar hér á landi.